Rudolf Steiner 1861-1925
Rudolf Steiner fæddist 27. febrúar 1861 í Kraljevec (áður Austuríki) þar sem nú er Króatía og lést 30. mars 1925 í Dornach í Sviss. Orð til að lýsa verkum Rudolfs Steiner: óvenjuleg– ekki auðvelt að nálgast í fyrstu – fullt af örvandi hugmyndum. Þau verkefni hans sem miðuðu að því að þróa ný vísindi, nýja kennslufræði, ný sjónarhorn í læknisfræði og landbúnaði hafa streymt inn í andlega arfleifð samtímans. Þau lifa í menningarlífi nútímans
sem hvatning og innblástur. Heimspekingurinn, vísindamaðurinn og Goethe-fræðimaðurinn Rudolf Steiner þróaði mannspekina sem
„vísindi andans“ einstaklingsleið andlegs þroska.
Ávextir hennar eru sýnilegir í listum, félagslegum formum og hagnýtum verkefnum í nútímanum.
Steiner var afkastamikill maður. Hann gaf út fjölda ritverka og hélt allt upp í fjóra mismunandi fyrirlestra á dag og talaði hann ávallt blaðlaust. Hann hafði mikinn áhuga á listum og skrifaði sjálfur leikrit sem enn í dag eru sýnd í hinum ótrúlegu byggingum sem byggðar eru eftir mannspekihugmyndum í Dornach. Hann fékkst við málaralist, byggingalist, höggmyndalist og fleira. Hann er upphafsmaður nýrrar listgreinar sem kallast hrynlist (eurythmy) og er túlkun máls, tóna og lita í hreyfingum.
Hann þróaði, ásamt fleirum, meðal annars mannspeki,læknisfræði, landbúnað og uppeldisfræði. Hann talaði um manneskjuna sem þrískipta veru; líkama, sál og anda með sálarkrafta vilja, tilfinningu og hugsun sem mikilvæga þætti í þroska allrar manneskjunnar og að þessir þrír sálarkraftar þroskist í samhljómi.
Sólheimar í Grímsnesi voru stofnaðir út frá hugmyndafræði Steiners enda er sterk hefð fyrir því innan mannspekihreyfingarinnar að annast kennslu þroskaheftra. Og það er gaman að geta sagt frá því að Sólheimar eru elsta heimili sinnar tegundar á Norðurlöndum, en Sesselja Sigmundsdóttir hóf starfsemina þar árið 1930.
Rudolf Steiner andaðist 30. mars 1925. Hann starfaði, þrátt fyrir veikindi síðasta árið, af fullum krafti og skrifaði að lokum endurminningar sínar. Í þeim segir hann hlutlaust frá andlegri þróun sinni og reynslu og einnig frá fjölda manneskja sem hann kynntist svo sem hinna merku samtíðarmanna Eduard von Hartman, Ernst Haeckel og Friedrich Nietsche.
Allar bækur Steiners eru fylltar af mikilli yfirsýn og samhengi um upphaf og þróun manneskjunnar og heimsins, þar sem trú og náttúruvísindi eru samofin sem heild.
English/
Rudolf Steiner 1861-1925
Rudolf Steiner was born on February 27, 1861 in what is now Croatia and died on March 30, 1925 in Dornach, Switzerland.
Words to describe the work of Rudolf Steiner: unusual – not easy to approach – filled with stimulating ideas. His monumental projects of drafting an alternative science, a new pedagogy, new perspectives in medicine and agriculture have entered into the spiritual heritage of the present time. They live in today's cultural life as an impulse and an inspiration.
The philosopher, scientist and Goethe scholar Rudolf Steiner developed Anthroposophy as a "science of the spirit." An individual path of spiritual development, Christ centered at its esoteric core, its fruits are visible in art, social forms and practical initiatives.