Mikjálsmessa
Hverjar eru myndirnar sem koma til okkar er við hugsum um Mikjálsmessu, sem er haldin að hausti 29. september ár hvert? Á Mikjálsmessu er andi mannsins ákallaður, af erkienglinum Mikael, til þess vinna út frá frelsi og siðferðislegu hugrekki.
Ímynd Mikaels sýnir okkur tvo ólíka eiginleika. Við sjáum hann sem hugrakkan stríðsmann sem ber sverð sitt hátt í barráttu sinni við drekann en einnig sjáum við hann sem ímynd vogarskála sem vigta sálir mannanna.
Mikael færir okkur verkfæri hugrekkis í baráttu okkar við dreka eigingirni, ósanninda og þeirrar tilhneigingar að vera of mikið í jörðinni. Að hausti, er við skoðum náttúruna, mætir augum okkar fjöldinn allur af litum. Enn og aftur hafa sólarkraftarnir lýst upp lauf trjánna og þroskað ávextina, berin. Okkur er ljóst hve mögnuð og falleg náttúran er. En svo byrja laufin að falla og náttúran að visna, ferli meltingar og rotnunar á sér stað. Ef við erum of tengd og háð náttúrunni getur þetta ferli gert okkur þunglynd. Til þess að láta ekki ferlið í náttúrunni draga okkur niður getur hvert okkar fundið innra með sér styrk til að berjast gegn þunglyndinu, sverð Mikaels.
Fyrir utan það að vera stríðsmaður, er Mikael einnig sýndur haldandi á tveimur vogarskálum, sem sá sem kemur á jafnvægi. Þessi hátíð er einmitt haldin þegar stjörnumerkið vogin kemur upp. Við erum minnt á það að halda okkur heilum og að halda okkur í jafnvægi.
En hvað um jafnvægið innra með mér? Hvernig vinn ég úr minni eigin uppskeru? Mæli ég hana líka? Hugsa ég um allt það sem hefur gerst, þegar augnarblik kyrrðar mætir mér í enda hvers dags, hvað fór úrskeiðis og hverju ég áorkaði? Hvað börnin varðar stilli ég upp á vogarskálarnar góðu og björtu stundunum á móti þeim erfiðu? Sé ég það sem skiptir máli og þarf að vinna með næsta dag? Og hvernig melti ég þetta allt. Er við vinnum að því að öðlast jafnvægi er mikilvægt að vera meðvituð um sjálf okkur og umhverfi okkar, og veita okkur stund til þess að hlusta.
Fyrir börnin er haustið þeirra eigin hátíð. Þvílík gleði það er að hlaupa upp í vindinn og sjá laufin feykjast með. Börnin komast sjálf að því að þetta náttúruafl þarf að berjast við.
Mikael biður þess að við finnum innra með okkur þá krafta sem við þurfum til að komast í gegnum deyjandi árið. Stjörnuhröp eru sögð vera sverð hans sem hann beitir fyrir okkur, hver stjarna er gerð úr járni, því járni sem við þörfnumst til að styrkja uppbyggingu hjartans. Ef ekki er nægt járn í blóði okkar erum við sem hálf manneskja.
Þeim fræjum sem hefur verið plantað í huga okkar og hjörtu yfir sumartímann getum við nú umbreytt í gjörðir sem finna sinn stað í heimi mannanna til frambúðar.
Sigrún Gunnarsdóttir